WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 23:05 Tedros Adhanom Ghebreyesus og Michael Ryan á blaðamannafundi í dag. EPA/MARTIAL TREZZINI Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33
Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent