Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 22:43 Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísir/AP Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi. Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi.
Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36