Innlent

Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins búa um fjörutíu Íslendingar í Kína en erfitt er að staðfesta fjöldann. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvatti í gær Íslendinga í Kína að láta vita af sér og hafa sjö beðið um skráningu.

Snorri Sigurðsson og eiginkona hans, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, eru meðal Íslendinga í Kína og hafa búið í tvö ár í Peking. Snorri starfar við stofnun sem sér um ráðgjöf til bænda um kúabúskap.

Stór gata sem yfirleitt er full af bílum og fólki í Peking var auð núna í kvöld.mynd/snorri

Hann segir götur Peking vera auðar enda sé enn frí vegna nýársins og margir haldi til síns heima þá.

„Fólk er ekki búið að snúa aftur í borgina. Þannig að hér er rólegt, lítil umferð og lítið af fólki. Fríinu átti að ljúka á föstudag en búið er að framlengja því fram yfir helgi vegna veirunnar,“ segir Snorri.

Hátt í hundrað manns hefur greinst með veiruna í Peking en Snorri segir fólk greinilega vant því að takast á við svona áföll og kann að bregðast við vírussmiti. Hann og kona hans hafa aftur á móti aldrei upplifað svona aðstæður.

„Það er eins og við séum í stofufangelsi. Nú er frívika og alla jafna þegar maður er í fríi þá gerir maður eitthvað en það eru allir staðir lokaðir til að koma í veg fyrir að fólk hitti ókunnuga. Fyrir útlendinga er þetta hálfgerð einangrun en við leysum það. Förum alveg í göngutúra og svona en bara vel búin grímum og öðru.“


Tengdar fréttir

Kórónaveiran komin til Finnlands

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×