Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 20:25 Bella, eitt skipanna sem flutti olíutunnurnar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að með hjálp erlendra afla hafi tekist að leggja hald á 1,1 milljónir olíutunna og er það stærsta aðgerð af þessu tagi sem Bandaríkjamenn hafa framkvæmt. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að eignaupptaka hafi verið framkvæmd á olíusendingu frá IRGC að andvirði fjölda milljóna Bandaríkjadala. IRGC er hluti íranska hersins og hefur Bandaríkjastjórn skilgreint hann sem hryðjuverkasamtök. „Olíutunnurnar eru nú í vörslu Bandaríkjanna,“ sagði í yfirlýsingunni en hvorki var greint frá því hvenær eða hvar aðgerðin fór fram. Dómari í Bandaríkjunum hafði þá veitt stjórnvöldum heimild til aðgerðarinnar eftir dómsmál í síðasta mánuði. Þá hefur sendiherra Írans í Venesúela sagt að hvorki skipin né eigendur þeirra væru íranskir og segir hann, Hojat Soltani, að um áróður sé að ræða. BBC hefur eftir bandarískum embættismönnum að enginn herafli hafi verið notaður við aðgerðirnar þess í stað hafi eigendur skipanna verið beittir viðskiptaþvingunum. Dómsmálaráðuneytið segir þá að skömmu eftir eignaupptökuna hafi írönsk stjórnvöld reynt að svara fyrir sig og reynt að fara um borð í skip sem tengist aðgerðunum ekki. Bandaríkin Íran Venesúela Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að með hjálp erlendra afla hafi tekist að leggja hald á 1,1 milljónir olíutunna og er það stærsta aðgerð af þessu tagi sem Bandaríkjamenn hafa framkvæmt. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að eignaupptaka hafi verið framkvæmd á olíusendingu frá IRGC að andvirði fjölda milljóna Bandaríkjadala. IRGC er hluti íranska hersins og hefur Bandaríkjastjórn skilgreint hann sem hryðjuverkasamtök. „Olíutunnurnar eru nú í vörslu Bandaríkjanna,“ sagði í yfirlýsingunni en hvorki var greint frá því hvenær eða hvar aðgerðin fór fram. Dómari í Bandaríkjunum hafði þá veitt stjórnvöldum heimild til aðgerðarinnar eftir dómsmál í síðasta mánuði. Þá hefur sendiherra Írans í Venesúela sagt að hvorki skipin né eigendur þeirra væru íranskir og segir hann, Hojat Soltani, að um áróður sé að ræða. BBC hefur eftir bandarískum embættismönnum að enginn herafli hafi verið notaður við aðgerðirnar þess í stað hafi eigendur skipanna verið beittir viðskiptaþvingunum. Dómsmálaráðuneytið segir þá að skömmu eftir eignaupptökuna hafi írönsk stjórnvöld reynt að svara fyrir sig og reynt að fara um borð í skip sem tengist aðgerðunum ekki.
Bandaríkin Íran Venesúela Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira