Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2020 19:00 Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira