Segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 19:45 Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45