Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 18:45 Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira