Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 10:40 Myndin var birt af írönskum stjórnvöldum og er sögð sýna eftirköst drónaárásar Bandaríkjamanna sem drap íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani. Vísir/AP Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45
Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30