Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 20:33 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak þar sem þeir aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttunni gegn ISIS-samtökunum. vísir/getty Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira