Erlent

63 Kanada­menn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak.
Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak. AP

63 Kanadamenn og tíu Svíar eru sagðir hafa verið um borð í farþegavélinni sem fórst skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni Teheran í morgun. Allir um borð í vélinni, alls 176, fórust í slysinu, en vélin var á leið frá Teheran til Kænugarðs í Úkraínu.

Utanríkisráðherra Úkraínu segir í tísti að 82 um borð hafi verið frá Íran, 63 frá Kanada, ellefu frá Úkraínu (tveir farþegar og níu í áhöfn), tíu frá Svíþjóð, fjórir frá Afganistan, þrír frá Þýskalandi og þrír frá Bretlandi.

Vélin var í eigu Ukraine international airlines og var af gerðinni Boeing 737-800.

Írönsk yfirvöld segja vélina hafa hrapað vegna tæknilegra vandamála. Flugfélagið hefur þó í yfirlýsingu hafnað því að tæknileg bilun hafi hrjáð vélina.

Í yfirlýsingu frá flugvélaframleiðandanum Boeing segir að verið sé að safna upplýsingum um slysið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.