Erlent

Fjór­tán ný smit á Nýja-Sjá­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Jacinda Ardern er forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern er forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Getty

Heilbrigðisyfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa skráð fjórtán ný tilfelli kórónuveirunnar í landinu, degi eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í í Auckland, stærstu borg landsins.

Ákveðið var að loka Auckland í þrjá daga eftir að fjögur ný smit greindust sem þá var þau fyrstu í landinu í heila 102 daga. Hin smituðu þá tengdust öll fjölskylduböndum.

Af þessum nýju fjórtán smitum hafa þrettán þeirra verið rakin til umræddrar fjölskyldu, en í einu tilvikanna var um að ræða mann sem hafði komið erlendis frá og var í sóttkví.

„Við sjáum að sú staða sem verið erum í er mjög alvarleg,“ segir forsætisráðherrann Jacinda Ardern. Hún segir að unnið sé að málum á yfirvegaðan og skipulegan hátt. Reikni hún með að smitum muni fjölga enn frekar áður en þeim fækkar á ný.

Reiknað er með að nokkur fjöldi fólks verði nú skikkað í sóttkví vegna hinna nýju smita. Aukinn kraftur verður settur í að skima fólk í bænum Rotorua, um 230 kílómetrum suðaustur af Auckland, en vitað er að fjölskyldan heimsótti bæinn um síðustu helgi.

Athygli hefur vakið hve vel yfirvöldum á Nýja-Sjálandi hefur almennt gengið að hefta útbreiðslu veirunnar þar í landi. Alls eru þar nú skráð 1.589 tilfelli frá upphafi faraldursins og eru 22 dauðsföll rakin til covid-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.