Íslenski boltinn

Breiðablik kaupir Atla Hrafn af Víkingi

Sindri Sverrisson skrifar
Atli Hrafn Andrason er kominn til Breiðabliks.
Atli Hrafn Andrason er kominn til Breiðabliks. mynd/breiðablik

Breiðablik hefur fest kaup á miðjumanninum Atla Hrafni Andrasyni frá Víkingi R. og hefur hann skrifað undir langtímasamning við Kópavogsfélagið.

Atli Hrafn er uppalinn hjá KR en gekk í raðir enska félagsins Fulham árið 2016, þá sautján ára gamall. Hann lék þó ekki með aðalliði Fulham og kom til Víkings árið 2018, fyrst að láni en hann skrifaði svo undir samning sem renna átti út í október.

Atli Hrafn á að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Víkingur hefur keypt Adam Ægi Pálsson frá Keflavík eins og greint var frá fyrr í dag.

„Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið. Hann er ungur og öflugur leikmaður sem við teljum að styrki hópinn mikið,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, á heimasíðu félagsins.


Tengdar fréttir

Adam ákvað að velja Víking

Bikarmeistarar Víkings R. hafa fengið knattspyrnumanninn Adam Ægi Pálsson frá Keflavík en fleiri félög í Pepsi Max-deildinni voru með hann í sigtinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.