Íslenski boltinn

Adam ákvað að velja Víking

Sindri Sverrisson skrifar
Adam Ægir Pálsson og þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson.
Adam Ægir Pálsson og þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson. mynd/víkingur

Bikarmeistarar Víkings R. hafa fengið knattspyrnumanninn Adam Ægi Pálsson frá Keflavík en fleiri félög í Pepsi Max-deildinni voru með hann í sigtinu.

Víkingar greindu frá félagaskiptunum í dag. Adam, sem er 22 ára, kemur til Víkings frá Keflavík þar sem hann hefur leikið tvö síðustu ár og staðið sig vel í Lengjudeildinni í sumar. Samningur hans við Keflavík gilti til loka þessa tímabils.

Samkvæmt Fótbolta.net hafði Adam einnig fundað með FH-ingum áður en hann ákvað að fara í Fossvoginn.

Óvíst er enn hvenær keppni hefst að nýju í fótboltanum hér á landi en útlit er fyrir að það geti orðið um helgina. Næsti leikur Víkings er á dagskrá á sunnudag, gegn Breiðabliki, en liðin eru um mijða deild. Adam skilur við Keflavík í 3. sæti Lengjudeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Leiknis R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×