Íslenski boltinn

FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH-ingar fagna í sumar.
FH-ingar fagna í sumar. vísir/bára

Takist Íslandsmeisturum KR að slá út skoska stórveldið Celtic í næstu viku er nú orðið ljósara hvað bíður liðsins í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sigurliðið í leik Celtic og KR fær heimaleik gegn sigurliðinu úr leik ungversku meistaranna í Ferencváros við Svíþjóðarmeistara Djurgården.

Leikið verður í 2. umferð 25. og 26. ágúst en leikur Celtic og KR fer fram 17. ágúst.

Breiðablik bíður erfitt verkefni í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en þeir mæta norska stórliðinu Rosenborg á útivelli.

Rosenborg endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

FH fær heimaleik en þeir mæta Dunajská Streda frá Slóvakíu. Liðið endaði í 3. sæti í Slóvakíu á síðasta ári.

Víkingur fer til Slóveníu þar sem þeir mæta NK Olimpija Ljubliana.

Olimpija endaði í 3. sæti slóvensku deildarinnar á síðustu leiktíð, tveimur stigum frá meisturnum í Cejle.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta MKS Cracovia frá Póllandi á heimavelli og Alfons Sampsted og samherjar í Bodo/Glimt mæta Kauno Zalgiris frá Litháen á heimavelli.

Leikirnir fara fram 27. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.