Erlent

Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis

Samúel Karl Ólason skrifar
Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi.
Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi. Getty/Gregory Shamus

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Tilefni þeirrar yfirlýsingar er að í maí og júní þurftu fimmtán manns í Arizona og Nýju Mexíkó að fara á sjúkrahús eftir að hafa drukkið sótthreinsiefni. Fjórir þeirra dóu og minnst þrír misstu sjón að miklu leyti.

Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi.

Samkvæmt frétt Reuters innihalda öll slík efni í Bandaríkjunum etanól eða ísóprópanol. Einhverjir hafa þó flutt inn sótthreinsiefni sem innihalda metanól. Metanoleitrun getur og hefur leitt til blindu og dauða.

Þrír þeirra fimmtán sem þurftu á sjúkrahús fengu sjónskaða.

CDC hefur því varað Bandaríkjamenn við því að drekka ekki sótthreinsiefni með metanól og kanna hvort þau efni sem þeir eiga innihaldi metanól. Ef svo er eigi ekki að nota það eða drekka.

Samkvæmt New York Times drukku einhverjir þeirra aðila sem um ræðir sótthreinsiefnið vegna alkóhólsins í því.


Tengdar fréttir

Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra.

Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump

Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.