Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. apríl 2020 07:26 Donald Trump ætlar sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira