Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 19:17 Kathie Klages baðst ekki beinlínis afsökunar á að hafa hylmt yfir brot Nassar en bað konur sem báru vitni um að hafa greint Klages frá ofbeldinu fyrir meira en tuttugu árum afsökunar ef þau samtöl hefðu raunverulega átt sér stað. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00
Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30
Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45