Íslenski boltinn

Klara segir marga óvissuþætti varðandi komandi Evrópuleiki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það miður að Ísland þurfi að leika fyrir luktum dyrum næstu mánuðina en enska landsliðið kemur loksins Íslands nú í upphafi september. 

Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Klöru fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta er það. Þetta er stund sem við höfum beðið eftir lengi, að fá heimaleik við England. Við höfum vitað af þessu síðan í byrjun júlí. Stjórn UEFA [knattspyrnusambands Evrópu] tók þá ákvörðun þá að allir leikir í Evrópukeppnum, sama hvort það væri félags- eða landsliða, verði leiknir fyrir luktum dyrum þangað til annað verður ákveðið,“ sagði Klara við Svövu Kristínu fyrr í dag.

„Það er svekkjandi að missa áhorfendur en svo værum við líka til í að fá krónurnar í kassann, því verður ekki neitað,“ sagði Klara einnig.

„Þetta er mikið tap. Við eigum svo sem eftir að greina það. Við vitum ekki enn með októberleikina eða framhaldi svo það eru ansi margir óvissu þættir. Hvort sem það er í mótinu innanlands eða landsleikir,“ sagði Klara aðspurð hvort þetta væri mikið tap fyrir KSÍ.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Engir áhorfendur á næstu landsleikjum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×