Erlent

Stormurinn Isa­ias skekur austur­strönd Banda­ríkjanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Brimbrettakappi reynir að sigra öldurnar sem fylgdu fellibylnum Isaias í Flórída um helgina.
Brimbrettakappi reynir að sigra öldurnar sem fylgdu fellibylnum Isaias í Flórída um helgina. EPA/CRISTOBAL HERRERA

Hitabeltisstormurinn Isaias náði í nótt landi í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og er vindhraðinn 140 metrar á klukkustund. Dregið hafði úr styrk Isaias eftir að fellibylurinn gekk yfir eyjar í Karíbahafi en hann náði styrk fellibyls að nýju áður en hann náði ströndum Bandaríkjanna.

Tveir létust í óveðrinu í Karíbahafi og tjón af þess völdum varð töluvert. Isaias er níundi fellibylurinn sem myndast á þessu ári og er búist við miklum flóðum af hans völdum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Karólínuríkjunum tveimur.

Isaias var flokkaður sem fellibylur um helgina en nú hefur dregið mikið úr styrk hans og hefur hann verið endurflokkaður sem hitabeltisstormur. 

Að sögn yfirvalda gætu flóð við austurströndina náð 1,5 metra hæð og gætu vindarnir einnig náð upp að Chesapeake flóa. Fellibylurinn reið yfir Flórída um helgina en hann fór rétt fram hjá Suður Karólínu.

Þá olli hann miklu tjóni í Dómíníska lýðveldinu og Púertó Ríkó þar sem minnst tveir létust. Þá varð tjón töluvert, tré féllu, uppskera brást og heimili skemmdust og olli fellibylurinn einnig miklum flóðum og aurskriðum.

Því er spáð að draga muni frekar úr styrk fellibyljarins því norðar sem hann fer en New York borg hefur þó þegar hafið undirbúning fyrir komu hans og mögulega flóð sem munu fylgja.

Fréttin var uppfærð klukkan 8:47.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.