Íslenski boltinn

Davíð um Lennon: „Ef það er eitt­hvað að gerast þá er hann að búa það til nánast undan­tekningar­laust“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð segir að mögulega sé besta staða Lennon að spila sem fremsti maður.
Davíð segir að mögulega sé besta staða Lennon að spila sem fremsti maður. vísir/skjáskot

Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH og núverandi sparkspekingur Pepsi Max stúkunnar, segir að Steven Lennon sé besti leikmaður FH og nánast allt sem gerist hjá liðinu, gerist í kringum hann.

Skotinn var frábær og kom FH til bjargar gegn nýliðum Gróttu í síðustu umferð en hann hefur verið afar drjúgur fyrir Fimleikafélagið.

„Hann er lang mikilvægasti leikmaður þessa liðs. Án hans þá væri FH-liðið ekki að berjast í efri hlutanum, eins og við getum sagt að þeir eru að gera,“ sagði Davíð Þór.

„Ef að það er eitthvað að gerast í þessu FH-liðið þá er hann að búa það til, nánast undantekningarlaust.“

„Hann æfir vel en er búinn að vera í smá basli undanfarin ár. Það hefur alltaf eitthvað aðeins verið að angra hann. Hann hefur ekki beitt sér æfingarlega séð eins og hann hafi viljað.“

„Hann er alltaf í flottu standi. Hann er ekki jafn fljótur en hann var fyrst.“

Davíð bætti einnig við að besta staða Skotans væri líklega að spila sem fremsti maður eins og hann gerði þegar hann kom fyrst til félagsins.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Steven Lennon


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.