Íslenski boltinn

Vísa ásökunum um dómgreindarleysi á bug

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Víkings.
Úr leik Víkings. mynd/facebook-síða Víkings

Víkingur Ólafsvík vísar því á bug að stjórn og starfsmenn félagins hafi vitað að leikmaðurinn liðsins, sem greindist með kórónuveiruna í gær, hafi hitt einstakling sem var í sóttkví.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að framkvæmdarstjóri, stjórn og þjálfari Ólafsvíkur hafi vitað að leikmaðurinn hafi hitt einstakling í sóttkví.

Þessu vísa Ólafsvíkingar á bug í nýrri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér nú síðdegis.

„Í kjölfarið á því að leikmaður félagsins greindist með Covid 19 smit síðdegis í gær hafa verið uppi sögur um að stjórn og starfsfólk félagsins hafi verið meðvitað um að viðkomandi leikmaður ætti að vera í sóttkví án þess að hafa brugðist við á réttan hátt. Þessu vísum við algjörlega á bug,“ segir í yfirlýsingunni.

„Hið rétta er að um leið og umræddur leikmaður fékk vitneskju um að einstaklingur sem hann umgékkst væri komin í sóttkví, og var skömmu seinna greindur með smit, var leikmaðurinn tekinn út úr hópnum og í kjölfarið sendur í próf. Umræddur leikmaður, sem og aðrir sem að liðinu koma, fóru þá í sjálfskipaða sóttkví þar til niðurstöðurnar lágu fyrir.“

Vissulega má færa rök fyrir því að ákjósanlegt hefði verið að stjórnendur félagsins hefðu fengið vitneskju um málsvexti fyrr og við hörmum að svo hafi ekki verið. Því verður hinsvegar ekki breytt úr þessu og ekkert annað í stöðunni en að líta fram veginn, virða reglur um sótthví og koma svo sterkari til baka að tveimur vikum liðnum.“


Tengdar fréttir

Leikmaður Víkings smitaður

Leikmaður Víkings úr Ólafsvík hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfesti félagið í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.