Íslenski boltinn

Leikmaður Víkings smitaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Víkings.
Úr leik Víkings. mynd/facebook-síða Víkings

Leikmaður Víkings úr Ólafsvík hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfesti félagið í dag.

Grunur kom upp um smit í leikmannahópnum í gær þar sem allir voru sendir í skoðun en úr henni kom svo í dag.

„Félagið mun fylgja fyrirmælum lækna og sóttvarnaraðila í einu og öllu í framvindu málsins. Við hvetjum að sama skapi íbúa Snæfellsbæjar að huga vel að sóttvörnum og fara varlega,“ segir í tilkynningu Víkings.

Guðjón Þórðarson er nýtekinn við búinu í Ólafsvík en þeir unnu Leikni Fáskrúðsfjörð 3-0 í síðasta leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.