Íslenski boltinn

Dregið í átta liða úr­slit Mjólkur­bikarsins: Breiða­blik fær KR í heim­sókn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna.
Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna.

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í kvöld og eru tveir ansi stórir leikir á dagskránni; Breiðablik og KR mætast og FH og Stjarnan einnig.

Undir lok Mjólkurbikarmarkanna drógu þau Harpa Þorsteinsdóttir, fulltrúi KSÍ, Henry Birgir Gunnarsson og Hjörvar Hafliðason í átta liða úrslitin.

Leik Vals og ÍA var frestað en sigurvegarinn úr þeirri rimmu fær heimaleik gegn HK og Breiðablik mætir KR.

Klippa: Dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Það verður svo Lengjudeildarslagur milli ÍBV og Fram og FH fær svo heimaleik gegn Stjörnunni.

Átta liða úrslitin áttu samkvæmt dagskrá sumarsins að fara fram 10. til 11. september en óvíst er hvort að leikirnir verði færðir vegna ástandsins sem nú stendur yfir.

Átta liða úrslitin í heild sinni:

Valur/ÍA - HK

Breiðablik - KR

ÍBV - Fram

FH - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×