Íslenski boltinn

„Leik­menn eru ekki vélar sem slökkva má á og endur­ræsa eftir þörfum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og ÍA á síðustu leiktíð.
Úr leik Stjörnunnar og ÍA á síðustu leiktíð. vísir/bára

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta.

Íslandsmótin í knattspyrnu hafa þar af leiðandi verið sett á pásu í annað skiptið í ár. Fyrst var öllu seinkað vegna fyrri flugs kórónuveirunnar en nú blossar hún aftur svo aftur hefur KSÍ þurft að ýta á stopp takkann.

Geir segir að það þurfi að gera samkomulag svo hægt verði að halda æfingum og keppni áfram því „leikmenn eru ekki vélar sem slökkva megi á og endurræsa eftir þörfum.“

Einnig bætir Geir við, sem þekkir íþróttaheiminn inn og út eftir margra áratuga vinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, að miklir hagsmunir séu í húfi að klára Íslandsmótið; til að mynda þáttaka í Evrópukeppni.


Tengdar fréttir

Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.