Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 17:07 Jarosław Kaczyński, leiðtogi Laga og réttlætisflokksins, undirbýr nú innleiðingu nýrra laga sem takmarka ritstjórnarfrelsi fjölmiðla. EPA/Wojtek Jargilo Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38
Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13