Erlent

Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk

Andri Eysteinsson skrifar
Límdur var regnbogafáni yfir merki Pulawy.
Límdur var regnbogafáni yfir merki Pulawy. Nieuwegein.

Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki.

Borgarráði í Nieuwegein var gert viðvart um það fyrr á árinu að kollegar þeirra í Pulawy hafi sagt borgina vera lausa við LGBTQ+samfélagið. Þá segir í frétt CNN að fregnir af illri meðferð yfirvalda í Pulawy á hinsegin fólki hafi borist til eyrna þeirra í Nieuwegein.

„Í Nieuwegein er fólki leyft að vera hvernig sem það vill vera. Þá skiptir ekki máli hver kynhneigð, kynvitund, trú, kyn eða uppruni fólks er,“ sagði borgarráðskonan Marieke Schouten.

Yfirvöld í hollensku borginni sendu orðsendingu til Póllands í vor til þess að láta í ljós áhyggjur sínar af stöðu mála. Ekkert svar barst og var því tekin ákvörðun um að slíta tengslum við Pulawy.

„Ég er glöð með að borgin dragi línuna þarna og láti afstöðu sína í ljós,“ sagði Schouten.

Vegna afstöðu sinnar hafa tvær borgir nú slitið tengslum við Pulawy en franska borgin Douai gerði það í mars síðastliðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×