Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2020 19:00 Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur. Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur.
Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira