Erlent

Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konur klæddar búningum úr þáttunum Handmaid's Tale mótmæla því að Pólland skuli snúa baki við sáttmála um öryggi kvenna.
Konur klæddar búningum úr þáttunum Handmaid's Tale mótmæla því að Pólland skuli snúa baki við sáttmála um öryggi kvenna. Getty/Aleksander Kalka

Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. Ástæða ákvörðunarinnar er að sögn ráðherrans sú að sáttmálinn segir til um að skólar þurfi að kenna börnum um kyngervi sem þyki „skaðlegt.“

Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði jafnframt að endurbætur á lögum landsins sem gerðar hafi verið á undanförnum árum tryggi öryggi kvenna nægilega. Þúsundir kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í fjölda borga í Póllandi.

Ziobro sagði að landið muni formlega hefja ferlið við að snúa baki við sáttmálanum á mánudag en hann var samþykktur árið 2015. Þá sagði hann að sáttmálinn bryti á réttindum foreldra og í honum væri fólgin atriði sem væru „hugmyndafræðilegar í eðli sínu.“

Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti og stuðningsflokkar hans eru nátengdir kaþólsku kirkjunni og hefur ríkisstjórnin heitið því að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ verði gert hátt undir höfði. Þá hefur forseti landsins Andrzej Duda, sem var endurkjörinn fyrr í þessum mánuði, lýst réttindabaráttu hinseginfólks sem „hugmyndafræði sem er hættulegri en kommúnismis.“

Þúsundir, að miklum meirihluta konur, leituðu út á götur Varsjár í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Einn skipuleggjenda lýsti breytingunni sem tilraun til að gera heimilisofbeldi löglegt.


Tengdar fréttir

Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki

„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×