Íslenski boltinn

Segir varnar­leik Stjörnunnar af­leitan og að liðið þurfi ekki nýjan fram­herja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lið Stjörnunnar gæti breyst mikið á næstu vikum. Sérfræðingar Pepsi Max Markanna telja liðið þó alls ekki þurfa nýjan framherja.
Lið Stjörnunnar gæti breyst mikið á næstu vikum. Sérfræðingar Pepsi Max Markanna telja liðið þó alls ekki þurfa nýjan framherja. Vísir/Vilhelm

Í síðasta þætti Pepsi Max Markanna var opnað á þá umræðu að Stjarnan ætlaði að styrkja sig. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með aðeins sjö stig eftir átta leiki. Samkvæmt sérfræðingum þáttarins er unglingalandsliðskona frá Ítalíu á leið til félagsins. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mögulega á leið í Garðabæinn.

Innslagið úr þætti gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni en að þessu sinni voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir með Helenu Ólafsdóttur.

„Ég frétti það að Stjarnan væri að sækja unglingalandsliðskonu frá Ítalíu sem er fædd 2000 eða 2001 og spilar frammi. Þetta fór svolítið fyrir brjóstið á mér, það er ekkert vesen í markaskorun hjá Stjörnunni. Þær eru í þriðja sæti yfir skoruð mörk í deildinni á eftir Breiðablik og Val en þær eru búnar að fá á sig flest mörk,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins.

„Þegar þú ert með á bilinu fjóra til sex leikmenn fædda frá 2001 til 2004 sem eru að spila og skora af hverju ertu þá að sækja framherja sem á kannski ár á þær þegar varnarleikurinn þinn er afleitur. Af hverju sækir þú ekki miðvörð,“ spurði Bára Kristbjörg.

„Það er verið að tala um að þær séu einnig að skoða að fá til sín markvörð og miðjumann, af hverju ekki miðvörð,“ bætti Mist Rúnarsdóttir, hinn sérfræðingur þáttarins, við.

„Ef þú ætlar að kaupa þér útlending, ekki hafa það framherja,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, í kjölfarið og hló.

Klippa: Stjarnan að styrkja sig

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.