Íslenski boltinn

Mögulegt smit í herbúðum Víkings Ólafsvíkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grunur leikur á að einn leikmaður Víkings Ólafsvíkur sé smitaður af kórónuveirunni
Grunur leikur á að einn leikmaður Víkings Ólafsvíkur sé smitaður af kórónuveirunni Vísir/Bára

Grunur leikur á um að leikmaður Víkings Ólafsvíkur sé smitaður af kórónuveirunni. Því hafa allir leikmenn liðsins farið í sjálfskipaða sóttkví. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri félagsins, Þorsteinn Haukur Harðarson, í samtali við íþróttavef Morgunblaðsins rétt í þessu.

Leikmaðurinn sem um er ræðir fór í skimun í gær og nú bíða Ólafsvíkingar eftir græna eða rauða ljósinu. Þorsteinn sagði að félagið myndi gefa út tilkynningu fari svo að niðurstaða sýnisins reynist jákvæð.

Víkingar áttu að mæta Grindvíkingum á heimavelli sínum þann 4. ágúst næstkomandi en þeim leik hefur nú þegar verið frestað þar sem knattspyrnusamband Íslands ákvað að fresta öllum mótsleikjum til 5. ágúst hið minnsta. Var það gert til að koma til móts við yfirvöld sökum hertra aðgerða vegna þeirra fjölda smita sem hafa greinst á undanförnum dögum.

Yfirvöld hafa biðlað til knattspyrnuhreyfingarinnar – sem og annarra íþróttahreyfinga – að fresta öllu til 10. ágúst.


Tengdar fréttir

Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum

Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.