Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 10:30 Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark í Pepsi Max-deildinni en spila þarf sex umferðir í viðbót til að liðið eigi möguleika á að verða Íslandsmeistari. VÍSIR/BÁRA Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Samkvæmt sérstakri reglugerð sem stjórn KSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði mun duga að 2/3 hluti leikja tímabilsins hafi verið spilaðir í Pepsi Max-deildunum til að meistarar verði krýndir. Hið sama á við varðandi hvort lið falla eða fara upp um deildir. Íslandsmótið er í óvissu vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur KSÍ frestað leikjum fullorðinna til 5. ágúst hið minnsta, sem hefur meðal annars áhrif á keppni í efstu deildum. Náist ekki að klára keppni mun meðalfjöldi stiga ráða röðun liða, hafi að minnsta kosti 2/3 hluti heildarfjölda leikja verið spilaður. Takist ekki að ljúka 2/3 hluta leikja munu lið viðkomandi deildar spila í sömu deild á næsta ári. Spila þyrfti tæplega fimm heilar umferðir í viðbót til að Íslandsmeistarar kvenna yrðu krýndir en í Pepsi Max-deild karla þyrfti að spila sex heilar umferðir og tvo staka leiki til viðbótar, til að mótið gilti. KSÍ og UEFA gætu ákveðið hvaða lið fengju Evrópusæti Öllum leikjum á Íslandsmótinu skal vera lokið eigi síðar en 1. desember, og það er einnig lokadagurinn til að ljúka bikarkeppnunum. Takist ekki að ljúka bikarkeppnum verður vitaskuld ekki krýndur bikarmeistari, og mun þá lið í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla komast í Evrópukeppni verði Íslandsmótinu ekki aflýst. Verði Íslandsmótinu aflýst mun KSÍ í samráði við UEFA ákveða hvernig sætum í Evrópukeppnum verður ráðstafað. Reglugerðina má finna hér . Hún fellur úr gildi 31. desember.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira