Íslenski boltinn

Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í

Ísak Hallmundarson skrifar
Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar.
Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar. mynd/þróttur

Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik.

,,Þetta var einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í, sem leikmaður og þjálfari. Við áttum ekki skilið neitt út úr þessum leik, þrátt fyrir að skora fimm mörk. Stjarnan var betra lið frá upphafi til enda,‘‘ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir ótrúlegan tíu marka fótboltaleik.

Þróttur skoraði fimm mörk á útivelli en niðurstaðan samt bara eitt stig.

,,Við vorum 5-3 yfir þegar 15 mínútur voru eftir. Það ætti að vera nóg til að vinna leikinn en ég veit ekki hvað gerðist, formið gæti hafa haft áhrif í lokin.‘‘

Aðspurður hvað hann telji ástæðuna fyrir því að bæði lið fengu á sig fimm mörk hafði Nik engin svör.

,,Ég veit það ekki. Þetta var allt bara mjög skrýtið.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þrennu fyrir Þrótt í leiknum, sína fyrstu þrennu á ferlinum.

,,Hún var mjög ógnandi fram á við. Fullkomin þrenna held ég, skalli, hægrifótarskot og vinstrifótarskot,‘‘ sagði Nik ánægður með hennar framlag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×