Erlent

Sjálfsmynd eftir Rembrandt keypt á 2,5 milljarða króna

Andri Eysteinsson skrifar
Myndin sem um ræðir sýnir listamanninn klæddan í hálskraga og með hatt.
Myndin sem um ræðir sýnir listamanninn klæddan í hálskraga og með hatt. Vísir/Vilhelm

Sjálfsmynd máluð af hollenska málarameistaranum Rembrandt var í dag seld fyrir 14,5 milljónir punda, andvirði 2,5 milljarða króna, á stafrænu uppboði uppboðshaldarans Sotheby‘s.

Sex aðilar reyndu að tryggja sér eignarhald yfir myndinni sem var máluð árið 1632 og er ein þriggja sjálfsmynda eftir Rembrandt sem eru í einkaeigu. Síðast þegar sjálfsmynd eftir Rembrandt van Rijn var á uppboði seldist hún á 6,9 milljónir punda.

Uppboðið var hluti af stærra stafrænu uppboði uppboðshaldarans og verða á næstunni verk eftir listamenn á borð við Picasso, Banksy og Joan Miró seld til hæstbjóðanda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×