Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 11:04 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44