Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2020 15:44 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins. Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins.
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50