Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 08:39 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis. vísir/arnar Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00