Innlent

Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins.

Mbl.is greindi frá því nú fyrir skömmu að smitið hafi verið staðfest af Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og að tengsl séu á milli þess og hópsýkingarinnar sem staðfest var í gær þegar sex smit greindust.

Lögreglan á Vesturlandi sagði í samtali við staðarmiðilinn Skessuhorn í dag að smitin sex hafi komið upp á Akranesi og eru Skagamenn hvattir til að fara farlega í kjölfar smitsins. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir í samtali við Vísi að þó að tengsl séu við hópsýkinguna á Akranesi búi einstaklingurinn sem um ræðir á höfuðborgarsvæðinu.

„Það verður staðfest með raðgreiningu en þetta er væntanlega hluti af hópsýkingunni sem kom í ljós í gær. Þetta er aðili sem er tengdur þeim hópi. Þetta er einstaklingur sem er búsettur hér á höfuðborgarsvæðinu en tengist þessum vinnustað,“ sagði Kamilla.

Hópsýkingin á Akranesi er sögð tengjast einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn og sætti ekki heimkomusmitgát vegna mistaka.

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið lagfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×