Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:00 Klopp virðist hafa skemmt sér ágætlega kvöldið sem Liverpool varð Englandsmeistari. Paul Ellis/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04