Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með stigið í Garðabænum en Víkingar máttu alls ekki tapa leiknum. vísir/bára Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00