Íslenski boltinn

Leiknir á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknismenn fagna.
Leiknismenn fagna. vísir/skjáskot

Leiknir er komið á topp Lengjudeildarinnar eftir 3-2 sigur á Aftureldingu á útivelli í kvöld.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir strax á sjöttu mínútu og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Sólon Breki Leifsson forystuna.

Sólon Breki var aftur á ferðinni á 48. mínútu er hann kom Leikni í 3-0 en Kári Steinn Hlífarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 50. mínútu.

Andrei Freyr Jónasson minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-3 sigur Breiðhyltinga.

Leiknir er komið á toppinn. Þeir eru með nítján stig, stigi meira en ÍBV, en Afturelding er í áttunda sætinu með tíu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.