Enski boltinn

Lovren seldur til Zenit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dejan Lovren og Mohamed Salah stilla sér upp með Englandsmeistarabikarinn.
Dejan Lovren og Mohamed Salah stilla sér upp með Englandsmeistarabikarinn. getty/Paul Ellis

Englandsmeistarar Liverpool hafa selt Dejan Lovren til Zenit í St. Pétursborg. Talið er að rússnesku meistararnir borgi ellefu milljónir punda fyrir Króatann. 

Lovren kom til Liverpool frá Southampton sumarið 2014. Hann lék 185 leiki fyrir Rauða herinn og skoraði átta mörk.

Króatíski miðvörðurinn varð Englandsmeistari með Liverpool í sumar og Evrópumeistari í fyrra.

Lovren, sem er 31 árs, var í aukahlutverki hjá Liverpool á síðasta tímabili og lék aðeins tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni auk fimm leikja í öðrum keppnum.

Hann hefur leikið 57 landsleiki fyrir Króatíu og var í króatíska liðinu sem vann til silfurverðlauna á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum.

Zenit hefur orðið rússneskur meistari tvisvar sinnum í röð og sjö sinnum alls.


Tengdar fréttir

Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC

Garth Crooks, íþróttafréttamaður hjá BBC í Bretlandi, hefur valið lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool komast í liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×