Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 08:40 Solskjær getur ekki verið annað en ánægður með innkomu Bruno í enska boltann. Peter Powell/Getty Images Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55