Enski boltinn

Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins

Ísak Hallmundarson skrifar
Lingard fagnar langþráðu marki.
Lingard fagnar langþráðu marki. getty/plumb images

Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar.

Lingard hafði ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan hann skoraði tvívegis gegn Cardiff í desember 2018. Hann kom inn á sem varamaður í dag fyrir Manchester United þegar liðið mætti Leicester í úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. 

Þegar rúmar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma hirti Lingard boltann af Kasper Schmeichel markmanni Leicester og skoraði í autt markið. Langþráð mark hjá Jesse Lingard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×