Erlent

Játaði að hafa kveikt í kirkjunni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vinnu á vettvangi 18. júlí.
Frá vinnu á vettvangi 18. júlí. AP/Laetitia Notariann

Sjálfboðaliði, sem hefur í tvígang verið handtekinn í tengslum við brunann í dómkirkjunni í frönsku borginni Nantes, hefur játað verknaðinn að sögn lögmanns mannsins.

Eldur kom upp í kirkjunni 18. júlí síðastliðinn og olli eldhafið skemmdum á gluggum og listaverkum ásamt því að gjöreyðileggja orgel kirkjunnar.

Maðurinn, sem var sjálfboðaliði hjá kirkjunni, var handtekinn samdægurs en var þá greint frá því að hann væri ekki grunaður um verknaðinn. Hann var svo handtekinn að nýju í gær eftir að nýjar vísbendingar litu dagsins ljós.

Lögmaður sjálfboðaliðans segir að þungu fargi sé létt af skjólstæðingi sínum eftir að hafa játað verknaðinn.

Engin ástæða hefur verið gefin fyrir verknaðnum en BBC greinir frá því að maðurinn hafi verið kærður fyrir íkveikju og eigi yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm auk hárrar fjársektar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.