Íslenski boltinn

Geir staðfestir viðræður milli Venezia og ÍA um Bjarka Stein

Ísak Hallmundarson skrifar
Bjarki Steinn er líklega á leið til Ítalíu.
Bjarki Steinn er líklega á leið til Ítalíu. mynd/ía

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, staðfesti rétt í þessu við blaðamann Vísis að viðræður væru í gangi milli ÍA og ítalska liðsins Venezia um Bjarka Stein Bjarkason, tvítugan kantmann ÍA. 

Hrafnkell Freyr, einn af spekingum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football segist hafa mjög sterkar heimildir fyrir þessum félagsskiptum. Það hefur þá verið staðfest núna að viðræður séu í gangi.

Venezia er staðsett í Feneyjum og leikur í Serie-B, næstefstu deild á Ítalíu. Bjarki Steinn hefur spilað fimm leiki í Pepsi Max deildinni með ÍA í sumar og skorað eitt mark. Í fyrra spilaði hann 20 deildarleiki og skoraði þrisvar.

ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×