Rýnt í uppspil FH-inga: „Hún er ekki með neina möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 13:30 Það vantaði oft upp á að FH-ingar nýttu sér opin svæði í leiknum við ÍBV. MYND/STÖÐ 2 SPORT Lið FH situr á botni Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta og hefur tapað sex af sjö leikjum sínum til þessa. Sérfræðingar Pepsi Max markanna rýndu í spilamennsku liðsins. FH tapaði 3-0 gegn KR í gærkvöld eftir að hafa tapað 1-0 á heimavelli gegn ÍBV síðasta mánudag. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir ljóst að FH geti gert mun betur með því að laga frekar einfalda hluti í sínu spili, að minnsta kosti ef mið er tekið af leiknum við ÍBV. Þar mynduðust stór svæði til að spila boltanum inn í þegar bakverðir FH komu fram með boltann. „Þær hefðu getað nýtt þessi svæði mikið betur með einföldum sendingum. Hún [Valgerður Ósk Valsdóttir] er ekki með neina möguleika. Þarna á Helena [Ósk Hálfdánardóttir] að vera mætt og Sísí [Sigríður Lára Garðarsdóttir] eða einhver annar miðjumaður komin í lausa svæðið,“ sagði Bára þegar eitt dæmið um uppspil FH var skoðað. Ekki mikið lakari hópur en hjá mörgum liðum „Það eru alveg gæði í þessu liði og þessum leikmönnum. Ef maður horfir á hópinn þá er þetta ekki mikið lakari hópur en hjá mörgum liðum í þessari deild. En það vantar þessa einföldu hluti, eins og að koma í svæðin, bjóða sig og reyna að færa boltann fram völlinn,“ sagði Bára en sjá má nokkur skýr dæmi um þetta í innslaginu hér að neðan. „Í stað þess voru þær alltaf að lyfta boltanum, gegn fimm manna varnarlínu, sem er rosalega auðvelt að verjast þegar þú ert í jafnvægi. Þetta var bara auðvelt fyrir ÍBV,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Spilamennska FH FH Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 3-0 | KR pakkaði FH saman í Frostaskjólinu KR vann þægilegan 3-0 sigur á Meistaravöllum á móti botnliði FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 24. júlí 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 0-1 | Gestirnir sóttu þrjú mikilvæg stig í Krikann ÍBV náði í ansi mikilvæg þrjú stig í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2020 20:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Lið FH situr á botni Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta og hefur tapað sex af sjö leikjum sínum til þessa. Sérfræðingar Pepsi Max markanna rýndu í spilamennsku liðsins. FH tapaði 3-0 gegn KR í gærkvöld eftir að hafa tapað 1-0 á heimavelli gegn ÍBV síðasta mánudag. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir ljóst að FH geti gert mun betur með því að laga frekar einfalda hluti í sínu spili, að minnsta kosti ef mið er tekið af leiknum við ÍBV. Þar mynduðust stór svæði til að spila boltanum inn í þegar bakverðir FH komu fram með boltann. „Þær hefðu getað nýtt þessi svæði mikið betur með einföldum sendingum. Hún [Valgerður Ósk Valsdóttir] er ekki með neina möguleika. Þarna á Helena [Ósk Hálfdánardóttir] að vera mætt og Sísí [Sigríður Lára Garðarsdóttir] eða einhver annar miðjumaður komin í lausa svæðið,“ sagði Bára þegar eitt dæmið um uppspil FH var skoðað. Ekki mikið lakari hópur en hjá mörgum liðum „Það eru alveg gæði í þessu liði og þessum leikmönnum. Ef maður horfir á hópinn þá er þetta ekki mikið lakari hópur en hjá mörgum liðum í þessari deild. En það vantar þessa einföldu hluti, eins og að koma í svæðin, bjóða sig og reyna að færa boltann fram völlinn,“ sagði Bára en sjá má nokkur skýr dæmi um þetta í innslaginu hér að neðan. „Í stað þess voru þær alltaf að lyfta boltanum, gegn fimm manna varnarlínu, sem er rosalega auðvelt að verjast þegar þú ert í jafnvægi. Þetta var bara auðvelt fyrir ÍBV,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Spilamennska FH
FH Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 3-0 | KR pakkaði FH saman í Frostaskjólinu KR vann þægilegan 3-0 sigur á Meistaravöllum á móti botnliði FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 24. júlí 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 0-1 | Gestirnir sóttu þrjú mikilvæg stig í Krikann ÍBV náði í ansi mikilvæg þrjú stig í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2020 20:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 3-0 | KR pakkaði FH saman í Frostaskjólinu KR vann þægilegan 3-0 sigur á Meistaravöllum á móti botnliði FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 24. júlí 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 0-1 | Gestirnir sóttu þrjú mikilvæg stig í Krikann ÍBV náði í ansi mikilvæg þrjú stig í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2020 20:45