Enski boltinn

Næsta tímabil hefst 12. september

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool hefur titil að verja á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool hefur titil að verja á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. getty/Phil Noble

Keppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili hefst laugardaginn 12. september. Lokaumferðin fer fram 23. maí 2021. Þetta var ákveðið á fundi félaganna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tímabilinu 2019-20 í ensku úrvalsdeildinni lýkur á sunnudaginn þegar allir tíu leikirnir í 38. og síðustu umferðinni fara fram. Gera þurfti þriggja mánaða hlé á ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Ljóst er að álagið verður mikið á næstu mánuðum fyrir leikmenn í bestu liðum Evrópu og sumarfríið hjá mörgum verður stutt.

Keppni í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni lýkur seinni hlutann í ágúst. Í byrjun september eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni og nokkrum dögum síðar byrjar tímabilið 2020-21.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.