Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 11:24 Mótmælandi ver sig fyrir táragasi alríkislögreglumanna við alríkisdómshúsið í miðborg Portland í gær. Mótmæli hafa geisað í borginni í meira en fimmtíu nætur. AP/Noah Berger Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38