Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 13:36 Úr leik Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli í fyrra. vísir/bára HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira