Innlent

Út­kall vegna elds í Þor­láks­höfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu var kallað út.
Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu var kallað út. Vísir/vilhelm

Slökkvilið og lögregla á Selfossi voru nú skömmu fyrir hádegi kölluð út vegna elds sem kviknaði hjá fyrirtækinu Jarðefnaiðnaði ehf. í Þorlákshöfn. 

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu kviknaði eldurinn út frá gaskúti sem notaður var við brennslu á illgresi. Eldurinn hafi í kjölfarið komist í gúmmímottur og mikill reykur gaus upp. 

Engin slys urðu á fólki og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þá var tjón óverulegt.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×